Nýtt áhorfendamet í ensku úrvalsdeildinni um helgina

Það stefnir allt í það að nýtt áhorfendamet falli í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Þá heimsækir Bournemouth stórlið Tottenham á Wembley en völlurinn tekur 90 þúsund áhorfendur.

Tottenham leikur á Wembley í ár þar sem félagið er að byggja nýjan heimavöll.

Gamla metið var sett í mars árið 2007 eftir að Manchester United hafði stækkað völl sinn en þá mættu 76.089 áhorfendur á völlinn.

Nú gæti það met slegist en lítið af miðum er eftir á Wembley um helgina þegar Bournemouth kemur í heimsókn.


desktop