Óborganlegur Zlatan – Kóngur áttar sig á kóngi

Juan Carlos fyrrum konungur Spánar hitti Zlatan Ibrahimovic á dögunum og hafði sænski framherjinn gaman af því.

Carlos lét af störfum sem kóngur Spánar árið 2014 eftir langa setu í starfi.

Zlatan hafði gaman af því að hitta hann og textinn hans við mynd á Instagram er óborganlegur.

,,Kóngur áttar sig á kóngi,“ skrifaði Zlatan við myndina af þeim félögum.

Zlatan er í fríi þessa dagana enda er landsleikjahlé og hann hættur að spila með landsliði Svía auk þess sem Zlatan er í leikbanni hjá Manchester United.

Myndin af þeim félögum er hér að neðan.

a King recognizes a King #juancarlos

A post shared by IAmZlatan (@iamzlatanibrahimovic) on


desktop