Ofurtölvan spáir fyrir um úrslit úrvalsdeildarinnar – Arsenal í vandræðum

Enska úrvalsdeildin hefur sjaldan verið jafn spennandi en þegar þetta er skrifað situr Chelsea á toppnum í deildinni með 49 stig.

Liverpool er í öðru sæti deildarinnar með 44 stig og þar á eftir kemur Tottenham í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig.

Manchester City er svo í fjórða sætinu með 42 stig og Arsenal og Manchester United koma þar á eftir.

Ofurtölvan fræga hefur nú spáð fyrir um úrslit úrvalsdeildarinnar í vor en því miður fyrir okkur Íslendinga þá eru Gylfi Sigurðsson og félagar hans í Swansea á leiðinni niður um deild.

1. Chelsea
2. Liverpool
3. Manchester City
4. Manchester United
5. Tottenham
6. Arsenal
7. Everton
8. Southampton
9. WBA
10. Bournemouth
11. Stoke
12. West Ham
13. Leicester
14. Watford
15. Burnley
16. Sunderland
17. Crystal Palace
18. Middlesbrough
19. Swansea
20. Hull City


desktop