O’Neill og Keane fá boð um að taka við Stoke

Stoke City hefur boðið Martin O’Neill og Roy Keane að taka við liðinu.

Stoke er að leita að stjóra eftir að Mark Hughes var rekinn úr starfi fyrir viku.

O´Neill og Keane hafa stýrt Írum og hafa rætt um að halda áfram með liðið.

Þeir gætu nú stokkið á það að taka við Stoke sem mætir Manchester United á mánudag.

Báðir hafa þjálfað í ensku úrvalsdeildinni og hafa því reynslu.


desktop