Owen leggur til að Sturridge breyti leik sínum

Michael Owen fyrrum framherji Manchester United og Liverpool leggur til að Daniel Sturridge breyti leik sínum.

Sturridge meiddist eftir þrjár mínútur í tapi West Brom gegn Chelsea í gær.

Framherjinn hefur síðustu ár verið meira og minna meiddur. Hann hefur aldrei náð mörgum leikjum í röð.

Owen var í þessu sama á ferli sínum og breytti leik sínum, hann leggur til að Sturridge geri það sama.

,,Ekki gaman að sjá Sturridge fara af velli í gærkvöldi,“
sagði Owen.

,,Ég hef fundið sama sársauka þegar líkmann bregst þér, það varð til þess að ég þurfti að breyta ferli mínum alveg og verða refur í teignum.“


desktop