Özil sagður vilja fara til Manchester United

Samkvæmt fréttum á Englandi og í Þýskalandi hefur Mesut Özil áhuga á að fara til Manchester United næsta sumar. Manchester Evening News fjallar meðal annars um málið.

Samningur Özil við Arsenal verður þá á enda og ekkert bendir til þess að hann framlengi samning sinn.

Özil er 28 ára gamall en hann hefur verið gagnrýndur fyrir spilamennsku sína með Arsenal.

Özil og Jose Mourinho þekkjast vel en þeir unnu saman hjá Real Madrid.

Sagt er að Özil vilij helst fara til United og vinna aftur með Mourinho en hann kæmi þá frítt til félagsins.


desktop