Özil telur sig fá slæma meðferð hjá Arsenal

Mesut Özil miðjumaður Arsenal telur að stuðningsmenn félagsins séu að gera hann að blóraböggli fyrir slæmu gengi.

Stuðningsmenn Arsenal hafa verið ósáttir með Özil síðustu vikur en hann hefur gefið eftir.

Þýski miðjumaðurinn var frábær fyrir jól en síðan þá hefur lítið verið í gangi.

Hann var mikið gagnrýndur eftir 5-1 tapið gegn FC Bayern í vikunni.

,,Gagnrýni er eðlileg ef að leikmaður er að spila illa,“ sagði Erkut Sogut umboðsmaður Özil.

,,Mesut telur hinsvegar að fólk sé ekki að skoða frammistöðu hans, hann telur að það sé verið að gera hann að blóraböggli fyrir slæm úrslit hjá liðinu.“


desktop