Pabbi Giggs fær óbragð í munninn þegar hann hugsar um son sinn

Danny Wilson faðir Ryan Giggs fær óbragð í munninn þegar hann hugsa um son sinn.

Ástæðan er sú að árið 2011 komst það upp að Giggs hafði verið að sænga hjá eiginkonu bróður síns.

Framhjáhaldið hafði átt sér stað um nokkurt skeið og Natasha Giggs sem var með bróður Giggs hafði farið í fóstureyðingu.

Í gær var Ryan Giggs ráðinn þjálfari Wales en pabbi hans vill ekki nota nafn hans.

,,Ég ætti að vera stoltasti faðir í heimi, stoltur af því sem hann hefur afrekað. Ég skammast mín hins vegar fyrir hann,“ sagði Wilson.

,,Ég get ekki notað nafn hans, ég tala um hann sem fyrrum knattspyrnumann.“

,,Sem elstur af systkinum sínum þá átti hann að sjá um bróður sinn, ekki stinga hann í bakið.“

,,Hann stundaði framhjáhald eins og það verður verst, hann hefur ekki manndóm í að biðjast afsökunar.“


desktop