Payet með vesen og heimtar að fara frá West Ham

Dimitri Payet hefur ekki einn einasta áhuga á að spila lengur fyrir West Ham.

Payet var lang besti leikmaður West Ham á síðustu leiktíð en hefur eins og allir aðrir leikmenn félagsins átt í vandræðum á þessu tímabili.

Stærri félög hafa áhuga á Payet sem neitar að spila þessa stundina og vil ólmur losna frá West Ham.

,,Tölum á alvarlegum nótum, ég er að glíma við einn leikmann. Það er Dimitri Payet, hann vill fara,“
sagði Bilic.

,,Við höfum sagt að við viljum ekki selja okkar bestu leikmenn en Payet vill ekki spila fyrir okkur. Við ætlum samt ekki að selja hann.“

,,Þeta lið, starfsfólkið og allir hafa reynt að gera allt fyrir hann. Við erum alltaf hérna fyrir hann, mér finnst eins og ég hafi verið svikinn. Ég er reiður.“


desktop