Pep Guardiola stjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni

Pep Guardiola, stjóri Manchester City var valinn stjóri mánaðarins fyrir september mánuð en þetta var tilkynnt í morgun.

City gerði frábæra hluti í september og vann alla fjóra leiki sína í ensku úrvalsdeildinni í mánuðinum.

Þá skoraði liðið 17 mörk en fékk ekkert á sig sem er magnað afrek.

City situr sem stendur á toppinum í ensku úrvaldeildinni með 19 stig, jafn mörg stig og Manchester United en með betri markatölu.


desktop