Pepe Reina að ganga í raðir Manchester CIty

Manchester City er nálægt því að ganga frá kaupum á Pepe Reina markverði Napoli. Þetta fullyrðir Telegraph í kvöld.

Claudio Bravo er því líklega á förum en annars er hætta á að hann verði utan hóps.

Pep Guardiola keypti Ederson til City fyrr í sumar frá Benfica og mun hann verða fyrsti kostur.

Napoli hafnaði 2,6 milljóna punda tilboði City í Reina en búist er við að félögin nái saman. Napoli vill 4,4 milljónir punda.

Reina þekkir vel til á Englandi eftir að hafa eikið 394 leiki fyrir Liveprool á sínum tíma.

Joe Hart er að yfirgefa City en hann verður lánaður til West Ham í kvöld eða á morgun.


desktop