Pochettino: Ég er ánægður þar sem ég er

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur ekki áhuga á að yfirgefa félagið þrátt fyrir sögusagnir um að Barcelona hafi áhuga á sér.

Pochettino segist vera að taka þátt í spennandi verkefni og hefur ekki áhuga á að færa sig um set.

,,Ég get ekki sagt neitt um þetta. Ég er hjá Tottenham og ég er mjög ánægður,“ sagði Pochettino.

,,Ég á fjögur ár eftir af mínum samningi og þetta er spennandi verkefni. Ekki auðvelt en spennandi.“


desktop