Pogba frá í að minnsta kosti mánuð

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik United og Basel í gærdag.

Leikmaðurinn þurfti að fara af velli eftir einungis 20 mínútur en hann tognaði og gat ekki haldið leik áfram.

Leikmaðurinn fór svo í rannsókn í dag þar sem að meiðslin voru staðfest og verður hann frá í að minnsta kosti mánuð vegna þeirra.

Svo gæti farið að leikmaðurinn verði frá næstu sex vikurnar en það fer alltaf eftir því hvernig endurhæfing leikmannsins gengur eftir.

United mætir Liverpool þann 14. október næstkomandi og má fastlega reikna með því að Pogba missi af leiknum.


desktop