Pogba frá í nokkrar vikur

Paul Pogba miðjumaður Manchester United verður frá í nokkrar vikur samkvæmt Jose Mourinho.

Pogba fór af velli í sigri á Basel í Meistaradeildinni í gær en hann meiddist á læri.

Pogba virtist togna aftan í læri en hann fór snemma af velli. United leikur gegn Everton á sunnudag og ætti því Pogba ekki að vera leikfær þar.

,,Miðað við mína reynslu af svona meiðslum þá stoppar þetta hann í nokkrar vikur,“ sagði Mourinho.

,,Þetta virðist vera tognun aftan í læri en ég hef ekki talað við læknaliðið mitt.“

,,Leikmannahópar eru til í að eiga við meiðsli, við grátum ekki yfir þessu. Ef Paul er ekki með á sunnudag þá er Ander Herrera, Michael Carrick, Fellaini og Nemanja Matic klárir.“


desktop