Pogba tognaði og þurfti að fara meiddur af velli

Manchester United og Basel eigast nú við í Meistaradeildinni og er staðan 1-0 fyrir heimamenn þegar síðari hálfleikur var að hefjast.

Það var Marouane Fellaini sem skoraði eina mark leiksins á 35 mínútu með laglegum skalla.

Belginn kom inná fyrir Paul Pogba sem bar fyrirliðabandið í upphafi leiks en hann tognaði og þurfti að fara af velli.

Pogba entist í aðeins 20 mínútur en ekki er ennþá ljóst hversu alvarleg meiðslin eru.

Frakkinn hefur verið frábær fyrir United í upphafi leiktíðar og situr liðið sem stendur á toppnum ásamt Manchester City með 10 stig.


desktop