Pogba var stjarna kvöldsins – Gladdi fatlaðan strák

Lokahóf Manchester United fór fram í gær en mikið fjör var á Old Trafford en Ander Herrera var kjörinn leikmaður ársins.

140 þúsund pund söfnuðust í Manchester United Foundation ti að hjálpa þeim sem eiga erfitt.

Paul Pogba miðjumaður United stal senunni þetta kvöldið þegar hann borgaði háa upphæð til þess að Samuel, ungur stuðningsmaður United myndi fá að upplifa draum sinn.

Samuel hreyfði við mörgum á dögunum þegar hann ræddi við sjónvarpsstöð félagsins og sagði frá sögu sinni.

Þá fékk hann að fara á æfingasvæðið og hitti þar Zlatan Ibrahinmovic, Paul Pogba og fleiri.

,,Ég er í hjólastól en gefst ekki upp, ég geri bara alltaf mitt besta,“
sagði Samuel á dögunum.

,,Paul Pogba borgað háa upphæð svo Samuel myndi leiða liðið inn á völlinn á næstu leiktíð,“ sagði Mark Champan sem var kynnir kvöldsins.

Saga Samuel er hér að neðan.


desktop