Rakitic sagður vera semja við lið á Englandi

Ivan Rakitic, miðjumaður Barcelona og króatíska landsliðsins er á förum frá Börsungum en það eru króatískir miðlar sem greina frá þessu í kvöld.

Rakitic hefur ekki átt fast sæti í liði Barcelona upp á síðkastið og þá var hann ekki í hóp í kvöld þegar Barceloan gerði 1-1 jafntefli við Villarreal.

Samkvæmt miðlum í Króatíu er Rakitic að ganga til liðs við Pep Guardiola og lærisveina hans í Manchester City.

Eins og áður sagði þá var hann ekki í hóp hjá Barcelona í kvöld og ýtir það vissulega undir þá orðróma um að hann sé á förum.

Rakitic kom til Barcelona árið 2014 frá Sevilla og hefur verið frábær á miðjunni, undanfarin ár.


desktop