Rashford rifjar upp tapið gegn Íslandi – Rooney hélt ræðu

Marcus Rashford framherji Englands rifjar upp hvernig það var að tapa fyrir Íslandi á EM í sumar.

Leikmenn Englands voru særðir eftir tapið í Frakklandi en Wayne Rooney fyrirliði liðsins reyndi að berja stálinu í menn.

,,Þegar við duttum út á EM gegn Íslandi þá voru það rosaleg vonbrigði, við sátum allir í klefanum eftir leik og vissum ekki hvað við áttum að hugsa. Wayne stóð upp og talaði,“ sagði Rashford.

,,´Haldið höfðinu hátt uppi, það er mikið sem við getum barist fyrir í framtíðinni´.“

,,Hann labbar síðan að hverjum leikmanni og segir að honum að labba uppréttur og að það sé margt framundan.“

,,Við erum þar núna, hausinn er uppi og við berjumst fyrir framtíðinni. Allur hópurinn er frekar ungur og við viljum skrifa söguna. Það er


desktop