Real Madrid með tilboð í sóknarmann Liverpool í sumar?

Mohamed Salah, nýjasti leikmaður Liverpool gæti stoppað stutt hjá félaginu en það er Liverpool Echo sem greinir frá þessu.

Sóknarmaðurinn kom til Liverpool í sumar frá Roma og hefur verið algjörlega frábær síðan hann kom og verið besti leikmaður liðsins á þessari leiktíð.

Mido, fyrrum leikmaður Tottenham og samlandi Salah telur hins vegar næsta víst að hann muni fara til Real Madrid á næstu árum.

„Stuðningsmenn Liverpool gerðu grín að mér þegar að ég sagði að Salah væri tíu sinnum betri en Sterling. Núna vita þeir að ég hafði rétt fyrir mér,“ sagði Mido á Twitter.

„Ég hef ekki trú á því að Salah muni stoppa lengi í Liverpool, hann fer mjög fljótlega til Real Madrid,“ sagði hann að lokum.


desktop