,,Real Madrid mun gera tilboð í Salah í sumar“

Hany Abo Rida forseti knattspyrnusambands Egytpalands segir að Real Madrid muni gera tilboð í Mohamed Salah í sumar.

Salah er skærasta stjarna Egyptalands en hann kom til Liverpool síðasta sumar.

Sóknarmaðurinn frá Egyptalandi hefur slegið í gegn á Anfield og Abo Rida segir að það muni skila sér í tilboði frá Real Madrid.

,,Real Madrid mun gera tilboð í Salah í sumar,“ sagði Abo Rida við fréttamenn í heimalandi sínu.

,,Salah er að bæta leik sinn, ef leikmaður frá Egyptalandi myndi spila fyrir jafn stórt félag og Real Madrid þá væri það frábært fyrir fótboltann hérna.“


desktop