Real Madrid sagt ætla að leggja fram tilboð í varnarmann City

Real Madrid ætlar sér að leggja fram tilboð í Nicolas Otamendi í sumar en það er Mail sem greinir frá þessu.

Madrid sér Otamendi sem eftirmann Pepe hjá félaginu en hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið og er á förum.

Pepe mun ganga til liðs við Hebei China Fortune í sumar og félagið vill fá afgerandi miðvörð til þess að taka stöðu hans.

Otamendi hefur ekki verið sannfærandi á þessari leiktíð undir stjórn Pep Guardiola og gæti freistast til þess að færa sig aftur yfir til Spánar en han kom til City frá Valencia á sínum tíma.

Virgil Van Dijk og Aymeric Laporte eru báðir á óskalista City og því gæti félagið selt Otamendi til þess að fjármagna kaup á öðrum leikmönnum.


desktop