Redknapp í sjokki: Af hverju keypti United ekki Alli?

Harry Redknapp, fyrrum stjóri Tottenham, skilur ekki hvernig Manchester United fékk ekki Dele Alli í sínar raðir.

Alli gekk í raðir Tottenham frá MK Dons en fyrir það spilaði þessi efnilegi strákur í mögnuðum 4-0 sigri liðsins á United.

,,Ég held að hann sé 100 milljóna punda virði. Ef Pogba kostar 90 þá kostar hann meira. Hann er 20 ára!“ sagði Redknapp.

,,Hann er með allt. Hann skorar mörk, býr til mörk, getur skallað, hlaupið með og án bolta. Hann er stórkostlegur.“

,,Spilaði hann ekki í 4-0 sigri MK Dons á Manchester United? Hvernig fóru þeir að því að taka ekki strákinn frá MK Dons fyrir 5 milljónir“

,,Hvernig tóku þeir ekki eftir honum? Það er ótrúlegt að enginn hafi keypt hann á 5 milljónir! Þvílík kaup, þvílíkur leikmaður.“


desktop