Redmond sá um Liverpool

Southampton 1-0 Liverpool
1-0 Nathan Redmond(20′)

Það fór fram einn leikur í enska deildarbikarnum í kvöld er lið Southampton mætti Liverpool.

Leikur kvöldsins fór fram á St. Mary’s, heimavelli Southampton og var aðeins eitt mark skorað.

Það var vængmaðurinn Nathan Redmond sem skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri heimamanna.

Þetta var aðeins fyrri viðureign liðanna en sú síðari fer fram á Anfield, heimavelli Liverpool.


desktop