Risatilboð Everton í Gylfa – Verður einn sá launahæsti

Everton á Englandi hefur boðið 30 milljónir punda í Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Swansea City.

The Express fullyrðir þetta í kvöld en Gylfi er að öllum líkindum á förum frá Swansea í sumarglugganum.

Okkar maður hefur verið besti leikmaður Swansea á tímabilinu en liðið er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

Everton er tilbúið að brjóta 30 milljón punda múrinn fyrir Gylfa og verður hann einn launahæsti leikmaður liðsins.

Samkvæmt fregnum mun Gylfi fá 140 þúsund pund í vikulaun sem er mun meira en hann fær hjá Swansea.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í málum Gylfa en ljóst er að hann á heima ofar í deildinni.


desktop