Robinson hættur í fótbolta – Jóhann Berg fær treyjunúmer hans

Paul Robinson fyrrum markvörður enska landsliðsins er hættur í fótbolta. Frá þessu greindi hann í dag.

Robinson lék síðast með Burnely og hafði verið í herbúðum félagsins í tvö ár.

Markvörðurinn átti frábæran feri með Leeds, Tottenham og Blackburn.

Robinson lék 41 landsleik fyrir England á ferli sínum en hefur nú ákveðið að hætta.

Robinson lék í treyju númer 17 hjá Burnley en Jóhann Berg Guðmundsson mun klæðast treyju hans á næstu leiktíð.


desktop