Romero skrifar undir fjögurra ára samning

Markvörðurinn Sergio Romero hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United á Englandi.

Þetta staðfesti félagið í kvöld en þessi þrítugi markvörður kom reglulega við sögu á síðustu leiktíð.

Romero spilaði leiki United í Evrópudeildinni og stóð sig afar vel og framlengdi til ársins 2021 í dag.

Romero kom til United sumarið 2015 en hefur verið varamarkvörður fyrir David de Gea.


desktop