Rooney fór einn út á lífið og tapaði 500 þúsund pundum

Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, kíkti út á lífið á dögunum og heimsótti spilavíti í Manchester.

Rooney á að hafa tapað 500 þúsund pundum á einu kvöldi en hann fór einn út á lífið.

Rooney þénar gríðarlega háa upphæð hjá United en hann fær um 300 þúsund pund í vikulaun.

,,Hann var að drekka bjór en hann var ekki fullur. Hann hafði meiri áhuga á að veðja,“ sagði vitni á staðnum.

,,Hann setti mikið á rautt í rúlettunni sem var við hæfi. Það var mjög ólíklegt að þessi veðmál myndu ganga upp.“

,,Hann hélt áfram að tapa og tapa sem fékk hann bara til að veðja meira.“

Eiginkona Rooney er sögð hafa verið bálreið út í eiginmanninn er hún komst að veðmálunum.


desktop