Roy Keane hjólar í Pogba

Roy Keane fyrrum fyrirliði Manchester United var ekki hrifinn af allri þeirri umfjöllun sem þeir bræður Paul Pogba og Florentin Pogba fengu í gær.

Þeir bræður mættust á Old Trafford þegar St Etienne heimsótti Manchester United.

Paul hafði betur í 3-0 sigri þar sem Zlatan Ibrahimovic skoraði öll mörkin.

,,Þeir bræður nutu þess að vera úti saman,“ sagði Keane eftir leikinn.

,,Ég bara beið eftir því að móðir þeirra og eldri bróðir kæmu niður í leikslok, þetta var eins og leikur þar sem þeim var þakkað fyrir framlag sitt.“

,,Pogba er svona týpa, þetta eru karakterar en þetta var aðeins of mikið fyrir einn leik við bróðir hans.“


desktop