Roy Keane: Stóru liðin munu hlæja að Liverpool

Roy Keane sérfræðingur ITV segir að stóru lið Meistaradeildarinnar muni hlæja þegar þau mæta Liverpool í Meistaradeild Evrópu.

Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Sevilla í gær en varnarleikur Liverpool var slakur en liðið hafði mikla yfirburði.

,,Það auðveldasta í fótbolta er að halda einbeitingu,“ sagði Keane.

,,Liverpool gerir það erfiða mjög vel sem er að skapa færi, spila af krafti og með gæðin fram á við.“

,,Svo kemur að einfaldasta hlut fótboltans og Liverpool virðist ekki geta það.“

,,Geta þeir unnið Meistaradeildina? Gleymdu því.“

,,Þeir hafa næg gæði til að fara áfram úr riðlinum en Real Madrid og stóru liðin munu hlæja af þeim á seinni stigum.“


desktop