Ryan Mason hættir í fótbolta eftir höfuðhögg fyrir ári síðan

Ryan Mason miðjumaður Hull hefur þurft að leggja skóna á hilluna vegna höfuðhöggs.

Þessi öflugi leikmaður fékk höfuðhögg í janúar árið 2017.

Síðan þá hefur miðjumaðurinn hitt marga sérfræðinga sem allir voru á sama máli. Þeir lögðu til að Mason myndi hætta í fótbolta.

Mason gekk í raðir Hull árið 2016 frá Tottenham þar sem hann ólst upp.

Mason er 26 ára gamall og lék á ferli sínum einn landsleik með Englandi.


desktop