Sagt að Naby Keita fari til Liverpool á sunnudag

Því er haldið fram í kvöld að Liverpool muni ganga frá kaupum á Naby Keita á sunnudag.

Liverpool hefur nú þegar fest kaup á Keita en hann átti að koma í sumar.

Eftir sölu Liverpool á Philippe Coutinho hefur félagið viljað hraða þessu.

Keita er á mála hjá RB Leipzig í Þýskalandi og sjálfur vill hann fara strax.

Sögur kvöldsins eru að hann muni á sunnudag koma til Liverpool og ganga frá öllu.


desktop