Sakleysi Sakho loks sannað – Átti aldrei að missa af stórum leikjum

Mamadou Sakho hefur loks fengið það staðfest að UEFA hefði aldrei átt að setja hann í tímabundið bann.

Sakho var settur til hliðar af UEFA undir lok síðustu leiktíðar eftir að efnið Higenamine fanst í þvagi hans í lyfjaprófi.

Sakho var settur til hliðar af UEFA á meðan málið var rannsakað en Sakho hefði ekki átt að missa af stórum leikjum.’

Sakho fór í lyjfparóf eftir leik gegn Manchester United í Evrópudeildinni um miðjan apríl á síðustu leiktíð.

Á meðan UEFA rannsakaði málið missti Sakho meðal annars af úrslitaleik Evrópudeildarinnar en hann hafði tekið fitubrennslu töflur án vitundar Liverpool.

Ekkert ólöglegt var hinsvegar í töflunum og efnið Higenamine er ekki á bannlista UEFA.

Þetta hefur haft mikil áhrif á Sakho sem var hent út úr EM hópi Frakklands síðasta sumar og hann hefur síðan þá ekki spilað fyrir Liverpool.

Á þeim tíma sem málið kom upp var Sakho að spila frábærlega og ljóst má vera að ákvörðun UEFA hafði áhrif á gengi Liverpool meðal annars í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem Liverpool fékk á sig þrjú mörk í síðari hálfleik og tapaði leiknum.

Sakho var lánaður til Crystal Palace í janúar og hefur verið hreint magnaður síðan þá.


desktop