Salah sá þrettándi í sögu Liverpool til þess að skora 30 mörk á einu tímabili

Porto og Liverpool eigast nú við í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og er staðan 2-0 fyrir gestina þegar fyrri hálfleik var að ljúka.

Það var Sadio Mane sem kom Liverpool yfir á 25. mínútu og Mohamed Salah bætti svo öðru marki við, fjórum mínútum síðar.

Þetta var hans 30. mark á leiktíðinni en hann hefur verið afar iðinn við markaskorun á þessari leiktíð.

Aðeins þrettán leikmenn hafa skorað 30 mörk eða meira á einu tímabili í sögu Liverpool og Salah er því að skrifa sig á spjöld sögunnar hjá félaginu.

Það er ennþá febrúar og má því fastlega búast við því að hann muni bæta nokkrum mörkum við áður en tímabilið er á enda.


desktop