Salah um sögusagnir – Ég er ánægður á Anfield

Mohamed Salah hefur gjörsamlega slegið í gegn hjá Liverpool eftir að hann kom til félagsins frá Roma síðasta sumar.

Þessi sóknarmaður frá Egyptlandi hefur raðað inn mörkum og verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Salah er nú sterklega orðaður við Real Madrid en hann kveðst sáttur á Anfield.

,,Ég hef heyrt svo margar sögur um þetta, ég læt þær ekki trufla mig,“
sagði Salah.

,,Það hefur verið komið vel fram við mig hjá Liverpool, ég er í eigu Liverpool og er ánægður á Anfield. Eyðum ekki fleiri orðum í það.“


desktop