Samantekt – Fjórða skiptið sem kvennamál koma Rooney í klípu

Wayne Rooney framherji Everton er í vandræðum í einkalífinu og reynir að bjarga hjónabandi sínu.

Coleen Rooney eiginkona hans er ólétt og eiga þau von á sínu fjórða barni.

Rooney var handtekinn á föstudag með annari konu í bíl en hann var þá að keyra undir áhrifum áfengis.

Coleen býr nú hjá foreldrum sínum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er í vandræðum í kvennamálum.

Hingað til hefur Coleen staðið með sínum manni á endanum en nú gæti hún hafa fengið nóg.

2002: Rooney sefur hjá þremur vændiskonum
Rooney og Coleen höfðu hafið samband sitt en 16 ára gamall ákvað Rooney að fara til vændiskvenna. Hann byrjaði með 21 árs gamalli stelpu en færði sig svo ofar, Rooney svaf einnig hjá 37 ára og síðan 48 ára vændiskonu. Coleen fyrirgaf það.

September 2010: Rooney borgaði þúsund pund fyrir vændiskonu
Rooney borgaði þúsund pund fyrir kynlíf með Jennifer Thompson sem er vændiskona í Bretlandi.

Október 2010: Þríkantur
Upp kemur að Rooney hafði farið í þríkant með Jennifer og Helen Wood.

September 2017: Handtekinn ölvaður með annari konu
Það var svo á dögunum sem Rooney var handtekinn þegar hann var á heimleið með konu af bar, Rooney er sagður hafa kysst hana og lofsungið barm hennar.


desktop