Sanchez ekki í hóp í dag – Meiri líkur á að hann fari til United

Alexis Sanchez sóknarmaður Arsenal er ekki í leikmannahópi liðsins gegn Bournemouth í dag.

Sanchez vill fara frá Arsenal og er hart barist um hann í Manchester en bæði United og City vilja fá hann.

United er sagt tilbúið að borga Arsenal meira og Sanchez hærri laun en City.

Það virðist vera að hjálpa til en samkvæmt veðbönkum erlendis er miklu líklegra að SAnchez vari til United.

Ensk götublöð segja í dag að United krefjist svara fyrir föstudag annars hætti félagið við.


desktop