Sanchez fékk gæsahúð þegar hann frétti af áhuga United

,,Síðan ég var ungur hefur mig alltaf dreymt um að spila fyrir Manchester United,“ sagði Alexis Sanchez eftir að hafa skrifað undir samning við United til ársins 2022.

Sanchez segir að draumur sé að rætast og að hann sé ekki að segja það bara af því að hann er mættur til félagsins.

,,Ég er ekki bara að sega að þetta af því ég er hérna núna, núna hefur draumur minn ræst.“

,,Ég sagði það alltaf sem krakki að ég vildi spila fyrir United, ég ræddi einu sinni við Sir Alex Ferguson um það. Við ræddum saman í tuttugu mínútur og ég sagði honum að draumur minn væri að koma til Manchester United.“

,,Þetta er stórt félag, með rosalegt aðdráttarafl. Núna þegar ég frétti að ég gæti komið hingað, þá horfði ég á merki félagsins og fékk gæsahúð. Þetta er svo stórt félag, það stærsta á Englandi.“


desktop