Sanchez setti met í töpuðum boltum í gær

Charlie Nicholas sérfræðingur Sky Sports segir að Jose Mourinho verði að fara að setja Alexis Sanchez á bekkinn.

Sanchez hefur ekki spilað vel eftir að hann kom til United frá Arsenal í janúar.

Sóknarmaðurinn frá Síle hefur skorað eitt mark fyrir UNited og var mjög slakur gegn Sevilla þegar United féll úr leik í Meistaradeildinni í gær.

,,Það var flæði í sóknarleik United framan af tímabili með Pogba, Jesse Lingard og Romelu Lukaku í stuði,“ sagði Nicholas.

,,Síðan kemur Sanchez, Rashford dettur út og Martial er færður úr stöðu. Núna er allt liðið að snúast í kringum Sanchez.“

,,Sanchez á ekki skilið að vera í liðinu, hann gefur boltann of oft frá sér.“

Sanchez setti met í töpuðum boltum í leiknum í gær á þessu tímabili í Meistaradeildinni.


desktop