Sanchez til City á tombóluverði í janúar?

Manchester City ætlar að leggja fram tilboð í Alexis Sanchez í janúar en það er Mirro sem greinir frá þessu í dag.

Leikmaðurinn var ansi nálægt því að ganga til liðs við City í sumar en þar sem að Arsenal tókst ekki að finna arftaka fyrir hann varð ekkert úr félagskiptunum.

Guardiola er sagður tilbúinn að borga 20 milljónir punda fyrir Sanchez en félagið var tilbúið að borga í kringum 50 milljónir punda fyrir hann í sumar.

Sanchez var samningslaus næsta sumar og getur því farið frítt frá Arsenal þá en hann hefur einnig verið orðaður við Real Madrid og PSG.

City vill klára kaupin á honum í janúar í von um að missa hann ekki til Frakklands eða Spánar.


desktop