Schneiderlin fjórði dýrasti leikmaður sem United hefur selt

Manchester United og Everton hafa náð saman um 24 milljóna punda kaupverð á franska miðjumanninum, Morgan Schneiderlin.

Schneiderlin hefur bara byrjað þrjá leiki á tímabilinu og komið við sögu sem varamaður fimm sinnum.

Þetta er sama upphæð og United borgaði Southampton fyrir einu og hálfu ár.

Með sölunni verður Schneiderlin fjórði dýrasti leikmaður United hefur selt frá sér.

Á toppi listan er Cristiano Ronaldo sem var seldur á 80 milljónir punda, Angel Di Maria fór til PSG fyrir tæpar 45 milljónir punda og David Beckham til Real Madrid fyrir 25 milljónir punda.

Schneiderlin kemur svo í fjórða sæti listans en hann má sjá hér að neðan.


desktop