Scholes vill fá annan af þessum framherjum

Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, vill sjá félagið semja við framherja í sumar.

Scholes nefnir tvö nöfn en það eru þeir Antoine Griezmann hjá Atletico Madrid og Sergio Aguero hjá Manchester City.

,,Þeim vantar aðeins tvo leikmenn. Ég myndi fá inn miðjumann sem getur stjórnað spilinu,“ sagði Scholes.

,,Einnig myndi ég fá framherja sem getur hjálpað Zlatan Ibrahimovic. Antoine Griezmann eða Sergio Aguero væri ekki slæmt.“


desktop