Segir að Klopp sé klár í að selja Coutinho en ekki félagið

Craig Bellamy fyrrum leikmaður Liverpool hefur útilokað það að Philippe Coutinho verði seldur frá félaginu.

Bellamy hefur verið að tala við starfsmenn félagsins sem útiloka að hann verði seldur til Barcelona.

Coutinho vill fara og Barcelona hefur mikinn áhuga en eigendur félagsins hafa ítrekað að hann verði ekki seldur.

Bellamy heldur því hins vegar fram að Jurgen Klopp sé klár í að losa sig við hann.

,,Liverpool mun ekki selja hann,“ sagði Bellamy við Sky Sports.

,,Ég hef rætt við fólk innan félagsins og mér er tjáð að hann verði ekki seldur.“

,,Þetta gerist ekki, KLopp væri klár í að selja hann en eigendurnir hafa ekki áhuga á því.


desktop