Segir að nú sé komið að stóra prófinu fyrir Lukaku

Gary Neville sérfræðingur Sky Sports segir að nú sé komið að stóra prófinu hjá Romelu Lukaku.

Lukaku kom til United í sumar og hefur raðað inn mörkum fyrir liðið.

Nú er komið að fyrsta stóra leiknum á laugardag þegar United heimsækir Liverpool.

,,Lukaku hefur aðlagast frábærlega og gert allt sem hann var beðin um, snúa jafnteflum í sigra. Nú er komið að stóra prófinu,“ sagði Neville.

,,Þegar ég horfi á frammistöðu hans með Everton þá var hann ekki góður á Anfield, þetta er næsta skref.“

,,Það er stórt próf að fara á Anfield og hann fær færri færi en hann er vanur, hann þarf að sanna að hann sé klár í að klára svona leiki fyrir United.“

,,Hann verður dæmdur af frammistöðum sínum í þessum leikjum, þú ert í stóru félagi og frammistaðan í stórum leikjum og titlar er það sem skiptir máli.“


desktop