Segir það vandræðalegt fyrir United að vera ekki með kvennalið

Andy Anson sem átti sæti í stjórn Manchester United segir það vera vandræðalegt fyrir félagið að vera ekki með kvennalið.

United lagði niður kvennaliðið sitt árið 2005 og hefur síðan þá ekki verið með lið í meistaraflokki.

United er þó með yngri flokka starf fyrir stelpur en félagið hefur ekki séð tilgang þess að setja upp kvennalið í meistaraflokki.

,,Þetta er í raun vandræðlega núna, Manchester United verður að breyta þessu,“ sagði Anson sem sat í stjórn þegar kvennaliðið var lagt niður.

,,Það er ekki nein afsökun núna, þeir verða að láta þetta gerast.“

,,Ég skammast mín fyrir að hafa komið nálægt því að leggja kvennaliðið niður en ég var í stjórn á þessum.“

United hefur horft til þess að litlir tekjumöguleikar eru í því að halda úti kvennaliðið og hefur það haft áhrif á ákvörðun félagsins að setja ekki upp slíkt lið.


desktop