Segja að Barcelona ætli að kaupa Coutinho í janúar

Mundo Deportivo slær því fram í dag að Barcelona ætli sér að kaupa Philippe Coutinho frá Liverpool í janúar.

Coutinho skoraði þrennu fyrir Liverpool gegn Spartak Moskvu.

Coutinho var á óskalista Börsungar í sumar og vildi fara til félagsins, hann spilaði ekki leiki með Liverpool og var sagður meiddur. Þá fór hann fram á sölu.

Liverpool stóð af sér storminn og neitaði selja Coutinho sem hefur verið að finna sitt besta form.

Mundo Deportivo segir að Barcelona sé til í að borga 127 milljónir punda fyrir Coutinho í janúar en ólíklegt er að Liverpool selji hann þá.


desktop