Segja að Van Dijk verði ekki með í dag – Er meiddur

Samkvæmt Liverpool Echo verður Virgil van Dijk ekki með Liverpool gegn Manchester City í dag.

Van Dijk er að glíma við smávægileg meiðsli aftan í læri samkvæmt fréttinni.

Það þarf því að bíða eftir fyrsta leik van Dijk i ensku úrvalsdeildinni.

Van Dijk skoraði í sínum fyrsta leik gegn Everton í enska bikarnum á dögunum en samkvæmt fréttinni í dag er hann nú meiddur.

Liverpool borgaði Southampton 75 milljónir punda fyrir Van Djik og kom hann til Liverpool 1 janúar.


desktop