Segja nú mestar líkur á að Gylfi verði áfram hjá Swansea

WalesOnline sem fylgist vel með gangi mála hjá Swansea og Gylfa Þór Sigurðssyni segir að leikmaðurinn verði líklega áfram í herbúðum félagsins.

Sagt er að nú sé ólíklegt að Gylfi fari til Everton en 40 og 45 milljóna punda tilboði var hafnað frá Swansea.

Swansea heimtar 50 milljónir punda fyrir Gylfa og er ekki vist að Everton muni borga þá upphæð.

Talið hefur verið afar líklegt að Gylfi myndi fara til Everton en nú eru aðilar í Bretlandi ekki of vissir.

Möguleiki er þó á að Everton komi með nýtt tilboð í Gylfa en Ronald Koeman stjóri Everton hefur staðfest áhuga félagsins á Gylfa.


desktop