Sér eftir því að æsa upp Carragher sem hrækti á stelpuna hans

Andy Hughes sem gerði Jamie Carragher alveg vitlausan á laugardag sér eftir atvikinu.

Hughes var að keyra um á hraðbrautinni eftir 2-1 sigur Manchester United á Liverpool. Hughes heldur með United og æsti upp Carragher sem hrækti á dóttir hans á fullri ferð.

,,Þetta var mikil spenna sem allt fór úr böndunum,“ sagði Hughes.

Carragher var settur í leyfi frá Sky Sports eftir atvikið og er óvíst hvort eða hvenær hann kemur til baka.

,,Ég sé eftir þessu, ég ætlaði ekki að láta þetta enda svona,“ sagði Hughes sem hreifst af því hvernig Carragher baðst afsökunar.

,,Þegar ég sá hann biðjast afsökunar þá fannst mér það vel gert, hann var ekkert að fela neitt. Honum leið ekki vel og ég tek afsökunarbeiðni hans.“

,,Allir eru mannlegir og gera mistök, ég vil ekki að hann missi starfið sitt.“

Atvikið fræga má sjá hér að neðan.


desktop