Sex leikmenn sem hafa blómstrað eftir að þeir yfirgáfu Chelsea

Margir af bestu knattspyrnumönnum heims hafa spilað með Chelsea á undanförnum árum.

Uppgangur félagsins hófst fyrir alvöru þegar Roman Abramovich keypti félagið en síðan þá hefur liðið unnið allt sem hægt er að vinna í knattspyrnuheiminum.

Margir leikmenn hafa slegið í gegn hjá félaginu og svo eru aðrir sem hafa ekki staðið sig og þurft að leita annað.

Þeir hafa hins vegar blómstrað eftir að þeir fóru frá Chelsea, þrátt fyrir að hafa aldrei náð að festa sig í sessi hjá Chelsea.

TalkSport tók saman lista yfir sex leikmenn sem hafa gert frábæra hluti síðan að þeir fóru en listann má sjá hér fyrir neðan.

Mohamed Salah (Liverpool)
Romelu Lukaku (Manchester United)
Nemanja Matic (Manchester United)
Kevin de Bruyne (Manchester City)
Cuadrado (Juventus)
Nathan Ake (Bournemouth)


desktop