Sex líklegir áfangastaðir Arsene Wenger

Arsene Wenger, stjóri Arsenal gæti hætt með liðið í sumar þegar samningur hans rennur út.

Félagið hefur nú þegar boðið Frakkanum nýjan samning en hann hefur ekki ennþá gefið það út hvort hann ætli sér að skrifa undir nýjan samning.

Arsenal er svo gott sem fallið úr leik í Meistaradeildinni eftir 5-1 tap gegn Bayern Munich í vikunni.

Seinni leikur liðanna er vissulega eftir en félagið þarf á miklu meira en kraftaverki til þess að fara áfram úr rimmunni.

Stuðningsmenn Arsenal eru búnir að missa þolinmæðina gagnvart stjóranum og vilja sjá hann stíga til hliðar en Mail tók saman sex líklega áfangastaði hjá stjóranum sem hefur gefið það út að hann ætli sér ekki að hætta í þjálfun.

1. Kínverska Ofur-deildin – Mjög líklegt

2. Mið-Austurlönd – Líklegt

3. Félagslið í Frakklandi – Ólíklegt

4. Barcelona Mjög ólíklegt

5. Franska landsliðið – Mjög ólíklegt

6. Félag í ensku úrvalsdeildinni – Mjög ólíklegt


desktop